04/05/2024

233 tonn af byggðakvóta á Strandir

640-smabat1

Nú hefur verið úthlutað byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015-2016 og er þar um að ræða samtals 5.662 þorskígildistonn. Byggðakvóta er úthlutað til 32 sveitarfélaga og í þeim fá 48 byggðarlög úthlutun. Úthlutun kvótans byggir annars vegar á samdrætti í botnfiskafla, botnfiskaflamarki og vinnslu botnfisks og hins vegar samdrætti í rækju- og skelvinnslu frá fiskveiðiárinu 2005-2006 til 2014-2015. Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn. Lágmarksúthlutun er 15 þorskígildistonn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar. Sveitarfélög á Ströndum fá úthlutað byggðakvóta, Strandabyggð fær 140 tonn, Kaldrananeshreppur 76 tonn og Árneshreppur 17 tonn. Ekki liggur enn fyrir hvernig kvótinn skiptist á milli útgerða og báta, eftir almennum reglum og sérákvæðum í hverju sveitarfélagi.