19/07/2024

ADSL tenging á Hólmavík

Kemur Skjár 1 til Hólmavíkur í nánustu framtíð?Jóhann Björn Arngrímsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Hólmavíkur stendur fyrir undirskriftasöfnun hjá einstaklingum og fyrirtækjum til að fá ADSL tengingu til Hólmavíkur. Að sögn Jóhanns þarf hann að safna 35 nöfnum á listann svo Síminn taki hann til greina. Verðskrá og aðrar upplýsingar er að finna á tenglum hér að neðan.

Jóhann segir að helsti kosturinn við ADSL tengingu umfram aðra nettengingu sé meira öryggi á sambandinu og að tengingin detti síður út og að þá hafi íbúar kost á að nýta sér sjónvarpssendingar í gegnum kerfið, m.a. Skjá 1.

Til þessa hafa 22 aðilar skráð sig á listann þannig að ennþá vantar 13 nöfn svo ADSL tengingin geti orðið að veruleika en Síminn gefur sér þrjá mánuði til að setja upp ADSL á staðnum.

Listinn liggur frammi á Heilsugæslustöðinni á Hólmavík.

Hér að neðan eru tenglar inn á heimasíðu Símans þar sem hægt er að kynna sér möguleika á stafrænu sjónvarpi og verðskrá.

Stafrænt sjónvarp

Stofnverð fyrir hverja ADSL tengingu

Mánaðarverð fyrir mismunandi ADSL tengihraða