03/05/2024

Góð mæting á Gott kvöld

Góð aðsókn var að leikritinu Gott kvöld sem Leikfélag Hólmavíkur sýndi nú um hátíðirnar. Sýningum er lokið, en þær urðu alls fimm. Alls komu 325 að sjá leikritið sem er barnaleikrit með söngvum eftir Áslaugu Jónsdóttir. Það var Kristín Sigurrós Einarsdóttir formaður leikfélagsins sem leikstýrði að þessu sinni. Leikarar voru 21, flestir á grunnskólaaldri en einnig tóku þaulvanir fullorðnir leikarar þátt. Fjöldi manns aðstoðuðu að venju við leikmynd, ljós, hljóð, förðun og búninga að ógleymdum hvíslara og þeim sem unnu að markaðssetningu og leikskrá. Leikfélag Hólmavíkur er strax farið að næsta verkefni nú í vor sem er samvinnuverkefni við Grunnskólann á Hólmavík.

bottom

frettamyndir/2011/640-leik3.jpg

frettamyndir/2011/640-leik4.jpg

Gott kvöld – ljósm. Jón Jónsson.