14/09/2024

Leigjendum kirkjujarða sagt upp samningi

Ábúendur eða leigjendur 8 kirkjujarða hafa fengið sent bréf frá Kirkjuráði þar sem leigusamningi þeirra er sagt upp. Tvær af þessum jörðum eru á Ströndum, Árnes I í Trékyllisvík og Prestbakki í Hrútafirði, en til stendur að selja þá jörð. Guðmundur Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri Kirkjuráðs segir þetta ekki lengur embættisjarðir og ætlunin sé að byrja með hreint borð nú um áramótin. Ekki hafi verið teknar ákvarðanir um hvort samið verði að nýju við sömu ábúendur eða ekki. Þriðja jörðin á Vestfjörðum þar sem leigusamningi er sagt upp er Vatnsfjörður í Ísafjarðardjúpi. Frá þessu segir á síðum Svæðisútvarps Vestfjarða á Textavarpinu.