22/12/2024

ADSL söfnunin gengur vel

Vantar átta nöfn„Aðeins er eftir að safna nöfnum átta einstaklinga eða fyrirtækja á Hólmavík," segir Jóhann Björn Arngrímsson á Hólmavík, en hann hefur staðið fyrir undirskriftasöfnun sem leggja á fyrir Símann svo ADSL tenging fáist á Hólmavík. „Það kom góð skriða þegar strandir.saudfjarsetur.is birtu frétt um þetta efni fyrir nokkrum dögum," segir Jóhann Björn ennfremur „en betur má ef duga skal."

Nokkrar umræður urðu um málefnið á Spjalltorgi strandir.saudfjarsetur.is og þar útskýrðu m.a. starfsmenn Snerpu á Ísafirði kosti þesskonar tengingar.

Að sögn Jóhanns Björns þarf hann að safna samtals 35 nöfnum á listann svo Síminn taki hann til skoðunar.

Tengdar fréttir:
ADSL tenging á Hólmavík