28/05/2024

Myndir frá Spurningakeppninni

Sigurvegarar kvöldsins - lið StrandahestaÍ gær kepptu 8 lið í spurningakeppni Strandamanna og var keppnin oft á tíðum æsispennandi. Strandahestar voru þó spútniklið kvöldsins, en þeir lögðu Strandagaldur, sigurliðið síðan í fyrra, í æsispennandi viðureign þar sem úrslit réðust á síðasta svari. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var að sjálfsögðu á staðnum og smellti af myndum af keppendum. Nýtt fólk var í hlutverkum spyrils, tímavarðar og tæknimanns og stóðu þau Stína, Matti og Ester sig bara býsna vel, þrátt fyrir einn og einn spaugilegan vandræðagang sem tengdist reynsluleysi þeirra á þessu sviði. Þarf ekki að efast um að slíkt slípast til fyrir næsta keppniskvöld.

1

Jón Jónsson forstöðumaður Sauðfjársetursins setti keppnina

atburdir/2005/350-sp1keppni2.jpg

Kristín S. Einarsdóttir var spyrill og dómari

atburdir/2005/350-sp1keppni5.jpg

Harðsnúið lið Snerpu, Ísfirðingunum gekk nú ekki vel með innansveitarspurningar. Björn, Sigurður Marinó og Jón Arnar.

atburdir/2005/350-sp1keppni7.jpg

Sparisjóður Strandamanna hrósaði sigri í sinni viðureign, úrslit réðust í lokaspurningu. Guðmundur, Svanhildur og Þorbjörg.

atburdir/2005/350-sp1keppni9.jpg

Eldri borgarar tefldu fram harðskeyttu liði sem stóð í Bitrungum, gátu enn unnið við lokaspurningu. Maríus, Áskell og Herselía.

atburdir/2005/350-sp1keppni3.jpg

Bitrungar komust áfram, fóru alla leið í úrslit í fyrra. Guðjón, Rögnvaldur og Ingimundur.

atburdir/2005/350-sp1keppni4.jpg

Galdramennirnir voru slegnir út eftir gífurlega spennandi keppni. Magnús, Ásdís og Ólafur.

Strandahestar riðu fagnandi heim eftir frækinn sigur á Strandagaldri. Victor, Jón Örn og Haraldur.

Lið Hólmadrangs – glaðhlakkalegir yfir réttu svari og góðri stöðu. Þröstur, Björn og Pétur.

Heilbrigðisstofnunin tók mikla sénsa í bjölluspurningum – og fóru flatt á því. Júlíana, Ása og Rúna Stína.