14/06/2024

Öskudagsball foreldrafélaganna

Öskudagur í undirbúningiAð venju munu foreldrafélög Grunnskólans og Leikskólans á Hólmavík standa fyrir öskudagsballi í félagsheimilinu á Hólmavík á miðvikudaginn. Hefst það klukkan fimm. Þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is vappaði um ganga skólans í dag var verið að gera tunnuna klára til að innbyrða ósköpin öll af karamellum að ógleymdum kettinum góða. Öskudagsballið er að sjálfsögðu öllum opið og verður eflaust mikið um dýrðir þegar börnin mæta grímuklædd á staðinn.