13/12/2024

Jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík framundan

Jólatónleikar 2008Nú nálgast árlegir jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík sem eru að venju tvískiptir. Verða tónleikarnir haldnir miðvikudaginn 8. desember og fimmtudaginn 9. desember. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 19:30 og eru haldnir í Hólmavíkurkirkju. Allir eru velkomnir á tónleikana þar sem nemendur Tónskólans sýna snilli sína við söng og hljóðfæraslátt. Fimm kennarar starfa við Tónskólann í vetur, flestir í hlutastörfum.