Categories
Frétt

Háhraðanet komið í dreifbýli á Ströndum

Samkvæmt frétt á www.fjarskiptasjodur.is er sala háhraðanettenginga hafin í dreifbýlinu á Ströndum, í Árneshreppi, Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð. Segir í fréttinni hófst sala á háhraðanettengingum á vegum Fjarskiptasjóðs þann 30. september síðastliðinn til 127 skilgreindra staða á svæðinu, en nálgast má lista yfir þessa staði á vef Fjarskiptasjóðs. Þeir sem rétt eiga á tengingu eru heimili í dreifbýlinu og fyrirtæki þar sem er heilsársstarfsemi. Uppbyggingu á þessari þjónustu á landinu öllu á nú að vera lokið fyrir árslok 2010.