28/05/2024

Aðalfundur RK á Ströndum

Aðalfundur Rauðakrossdeildar Strandasýslu verður haldinn í Grunnskólanum á Hólmavík þriðjudaginn 22. mars nk, kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf en einnig segir Kristjón Þorkelsson frá störfum sínum sem sendifulltrúi Rauða Krossins í hinu stríðshrjáða landi Súdan í Afríku. Allir sem áhuga hafa er velkomið að mæta.