14/09/2024

Af vörðum og köttum

VarðaFimm ára gutti var nýverið með fjölskyldu sinni á ferð yfir Bjarnarfjarðarháls og var starsýnt út um bílrúðuna. „Hvað eru þessir steinar eiginlega að gera þarna?" spurði guttinn. Mamma hans áttaði sig á því að hann væri að tala um vörðurnar og útskýrði fyrir honum hvernig menn rötuðu á milli staða áður en vegir og bílar komu til sögunnar.


 „Já," sagði guttinn og kinkaði kolli „þá væri gott að vera köttur, því þeir sjá svo vel".