05/03/2024

Aðalfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga

Um næstu helgi verður aðalfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Hefst fundurinn kl. 12:00, laugardaginn 21. maí. Í fréttatilkynningu frá Lífeyrissjóðnum segir að ávöxtun hans á síðasta ári hafi verið ein sú besta meðal íslenskra sjóða á árinu. Raunávöxtun samtryggingardeildar hafi verið 12,8% árið 2004 og raunávöxtun séreignardeildar hafi verið 23%. Lífeyrissjóðurinn hefur tekið í notkun iðgjaldavef á heimasíðu sjóðsins www.lvest.is þar sem launþegar og launagreiðendur geta skoðað ýmis yfirlit.