28/02/2024

Arnkötludalsvegur verksvið sveitarfélaga?

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti samhljóða í gær að óska eftir afstöðu Bolungarvíkur-kaupstaðar, Hólmavíkurhrepps, Reykhólahrepps og Súðavíkurhrepps til þess að sveitarfélögin fjármagni í sameiningu vegagerð um Arnkötludal og Gautsdal. Þetta kemur fram á vefritinu bb.is í dag. Þessi tillaga Ísafjarðarbæjar verður væntanlega rædd fljótlega á fundi hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps og afstaða tekin til hennar þar en samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar hefur fallið í mjög grýttan jarðveg á Ströndum sem og annars staðar á Vestfjörðum. Jónas Guðmundsson forsvarsmaður Leiðar ehf hefur tekið vel í þessar hugmyndir og lýst því yfir að félagið sé tilbúið í viðræður við sveitarfélög um framkvæmdina.


Kort af vegarstæðinu í gegnum Arnkötludal og Gautsdal