28/03/2024

Aðalfundur Kvenfélagsins Glæður

Aðalfundur Kvenfélagsins Glæður á Hólmavík var haldinn í gærkvöldi, en sá fáheyrði atburður átti sér stað á fundinum að fimm ungar konur gengu í félagið, þar af þrjár til reynslu í eitt ár. Það hefur ekki gerst í mörg ár að nýir félagar skrái sig í kvenfélagið. Kvenfélagið Glæður er frekar fámennt kvenfélag, en það lætur nærri að kvenfélag sé að finna í hverjum firði á Ströndum. Kvenfélag í Kollafirði var þó lagt niður á síðasta ári vegna fámennis.

Eftir aðalfund Kvenfélagsins Glæður í gærkvöldi eru eftirtaldar konur í stjórn félagsins:
Brynja Guðlaugsdóttir, formaður
Ragnheiður Ingimundardóttir, ritari
Johanndine Amalie Sverrisdóttir, gjaldkeri
Það eru allar konur velkomnar í félagið og öllum velkomið að ganga í kvenfélagið til reynslu og prufa í eitt ár, segir í tilkynningu frá Kvenfélaginu Glæður.