05/10/2024

Svavar Knútur með tónleika í Djúpavík

Svavar Knútur verður með tónleika þar sem allir eru velkomnir í Djúpavík á Ströndum á menningarnótt, laugardagskvöldið 19. ágúst. Eins og Svavar Knútur segir sjálfur, þá er frekar ólíklegt að mannmergðin verði jafn mikil og í höfuðborginni, en það er um að gera að láta ekkert stoppa sig og njóta góðrar kvöldstundar í Djúpavík. Það er ókeypis á tónleikana sem hefjast kl. 21:15.