21/05/2024

Meira um vegamál

Jón Halldórsson er óþreytandi í kröfum sínum um vegabæturEnn bætist umræða um vegamál undir liðinn Aðsendar greinar hér á vefnum. Er það Jón póstur Halldórsson sem nú geysist fram á ritvöllinn og hefur horn í síðu nýlegrar greinar Matthíasar Lýðssonar um vegamál á Ströndum. Matthías telur bjartsýni að ætla að ekið verði um Arnkötludal árið 2009 og telur ótækt að bíða með framkvæmdir á öðrum vegum næstu 4 ár eða meira. Jón segir hins vegar að það hafi þegar verið staðfest að vegurinn verði tilbúinn 2009 af Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra á fundi í febrúar. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur í tilefni af þessu leitað skýrra svara um stöðu mála og óskað eftir staðfestingu á þessu hjá viðeigandi ráðamönnum. Vonumst við til að geta birt þau svör í vikunni.