22/07/2024

Vestfjarðalögga?

Áslaug sýslumaður og vaskir lögreglumennSamkvæmt frétt á www.bb.is í dag er hugsanlegt að í framtíðinni verði eitt lögreglulið um alla Vestfirði. Verkefnisstjórn dómsmálaráðherra sem skipuð var árið 2003 til að semja tillögur um nýja skipun lögreglumála leggur til að lögregluliðin á Patreksfirði, Ísafirði, Bolungarvík og Hólmavík verði sameinuð í eitt lið. Það hefði á að skipa 21 lögreglumanni. Markmiðið með þessum tillögum er að styrkja og efla starfsemi lögreglu og sýslumanna og nýta fjármuni betur.