21/05/2024

Vegurinn opnast á morgun

Vegagerðin á HólmavíkEins og fram kom í síðustu frétt hér á strandir.saudfjarsetur.is var vegurinn frá Gjögri til Djúpavíkur opnaður í gærkveldi. Síðan var haldið áfram að opna suður sýslu með tækjum úr Árneshreppi og voru þau nú fyrir stuttu í Veiðileysukleif. Veghefill fór frá Hólmavík í morgun og opnaði að Kaldbaksvíkurkleif, en þar eru grjótskriður sem hefillinn ræður ekki við. Að sögn vegagerðarmanna hjá Vegagerðinni á Hólmavík verður jarðýta send norður í Kaldbaksvík í fyrramálið, þannig að Árneshreppur ætti að komast í vegasamband á morgun.