01/12/2024

Strandapósturinn er kominn út

Strandapósturinn 52. árgangur er kominn út og í dreifingu. Að venju er fjöldinn allur af áhugaverðum greinum í Strandapóstinum, um sögu og samtímann á Ströndum, einnig frásagnir af starfi innan Átthagafélags Strandamanna sem gefur póstinn út. Forsíðan er prýdd glæsilegu olíumálverki eftir Guðlaug Bjarnason af hákarlahjalli við Gautshamar og galdrastaf sem ætlað er að efla fiskveiðar hjá þeim sem hann brúkar.