19/09/2024

Vetrarmyndir úr Miðdal

Lítið hefur orðið úr vetrinum þetta árið og fallegir vetrardagar hafa verið fáir. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is fór þó í gönguferð fram í Miðdal á dögunum með myndavélina meðferðis á einum slíkum degi og smellti af nokkrum myndum í fallegu vetrarveðri. Skógrækt Tungusveitunga varð þar meðal annars að myndefni ásamt einum ógnvænlegum rafmagnsstaur. Bæirnir í Miðdal voru líka festir á minniskubbinn – Miðdalsgröf, Heiðarbær, Gestsstaðir og Klúka.

Ljósm. Jón Jónsson.