05/10/2024

Óvæntur árangur Ásdísar

Það var Ásdís Jónsdóttir sem hafði betur gegn Steinu Þorsteinsdóttur í tippleik helgarinnar með fimm réttum gegn þremur. Ásdís hefur svo sannarlega komið á óvart og á nú möguleika á að ná Jóni Jónssyni að stigum með sigri á næstu helgi. Til þess að komast í fyrsta sætið þarf hún þó að vinna tvær viðureignir í viðbót, en einungis fjórar umferðir eru eftir af leiknum. Ásdís er sú eina sem á möguleika á að stela fyrsta sætinu af Jóni Jónssyni, en þar hefur hann setið frá upphafi. strandir.saudfjarsetur.is þakka Steinu kærlega fyrir hennar framlag í leikinn og óska henni gleðilegra páska og skemmtilegs Júróvisjon-kvölds þann 20. maí, en Steina væri líklega öruggur sigurvegari í þessum leik ef hann snerist um þá ágætu keppni. Stöðuna í leiknum má sjá hér fyrir neðan:

Staðan í tippleiknum:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2-4. Bjarni Ómar Haraldsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
2-4. Kristján Sigurðsson – 3 sigrar (1 jafnt.)                  
2-4. Baldur Smári Ólafsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
5. Ásdís Jónsdóttir – 3 sigrar
6. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
7. Kolbeinn Jósteinsson – 2 sigrar
8-9. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)
8-9. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
10. Gunnar Bragi Magnússon – 1 sigur
11. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
12. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
13-14. Andri Freyr Arnarsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
13-14. Ágúst Einar Eysteinsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
15-23. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
15-23. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar
15-23. Gunnar Logi Björnsson – 0 sigrar
15-23. Helgi Jóhann Þorvaldsson – 0 sigrar
15-23. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
15-23. Jóhann Áskell Gunnarsson – 0 sigrar
15-23. Sigurður Atlason – 0 sigrar
15-23. Sigurður Marinó Þorvaldsson – 0 sigrar
15-23. Steinunn J. Þorsteinsdóttir – 0 sigrar