13/12/2024

Hljómsveitin Eva spilar á Mölinni á Drangsnesi

eva-hljomsveit1

Tíundu tónleikar Malarinnar fara fram laugardagskvöldið 12. apríl. Þar kemur fram Hljómsveitin Eva sem hefur á undanförnum mánuðum getið sér gott orð fyrir skemmtilega tónlist, hnyttna texta og lifandi sviðsframkomu. Hljómsveitina skipa þær Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir sem stofnuðu hljómsveitina þegar þær voru saman í leiklistarnámi við Listaháskóla Íslands og nefndu sveitina eftir kærustum sínum. Þær vöktu fljótlega talsverða athygli og hafa síðan sveitin var stofnuð komið víða fram við fádæma undirtektir. Nú síðast hafa þær slegið í gegn með tónlist sem þær sömdu og fluttu í sýningu Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu.

Tónleikarnir fara venju samkvæmt fram á Malarkaffi á Drangsnesi og ef vel viðrar mun Borko leika nokkur lög á undan Evu. Húsið opnar kl. 21:00 og leikar hefjast um hálftíma síðar. Miðaverð er 2000 kr.