19/07/2024

Yfir 14 þúsund heimsóknir

14,616 heimsóknir á strandir.saudfjarsetur.is í janúar 2005Nú er fyrsti heili mánuðirinn liðinn sem fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur verið opinn en hann fékk 14.616 heimsóknir í janúarmánuði, sem eru að jafnaði 471 heimsókn á dag. Heimsóknir á vefinn hafa aukist dag frá degi en laugardagurinn 29. janúar sló öll met. Þann dag mældust 819 heimsóknir, sem er ívið hærri tala en íbúafjöldinn á Ströndum. Vinsælasta efnið á strandir.saudfjarsetur.is virðist oftast vera fregnir af atburðum sem lýst er í máli og myndum.

Fréttavefurinn er mikið skoðaður á á öllum tímum sólarhrings, en áberandi margar heimsóknir eru á milli kl. 20:00 og 24:00 á kvöldin. Lesendur strandir.saudfjarsetur.is erlendis eru áberandi langflestir í Danmörku þegar skoðuð eru einstök lönd en einnig eru margir lesendur í Svíþjóð og Noregi. Lesendur tengdir bandaríska hernum á  Keflavíkurflugvelli virðast líka vera iðnir við heimsóknir, en heimsóknir þaðan koma fast á eftir heimsóknum frá Noregi. Lesendur strandir.saudfjarsetur.is í Bretlandi og Lúxemborg koma þar á eftir.

Flestir lesendur koma inn á mánudögum í janúar, þó er ekki mikill munur á heimsóknum milli vikudaga.

Heimsóknirnar 14,616 sem strandir.saudfjarsetur.is fékk í janúar, skiptast á milli 5,237 tölva. Vefurinn opnaði formlega þann 20. desember 2004.