27/04/2024

Yfirlit yfir veðrið í mars frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík

TrékyllisvíkÍ marsmánuði voru norðaustan eða suðvestlægar áttir mest ríkjandi og úrkomulausir dagar nokkrir. Smá blotar voru í mánuðinum, þannig að snjólag minnkaði talsvert, sól er líka farin að hafa áhrif og jörð farin að hlýna neðan frá. Úrkoman í mars mældist 94,6 mm og voru úrkomulausir dagar í mánuðinum 8.
Mestur hiti mældist 6,5 stig þann 19. mars, en mest frost mældist dagana 3. og 4. mars, þá -7,1 stig.

Yfirlit yfir mánuðinn:

1.-3.: Norðaustan stinníngskaldi, en allhvass um tíma þann 1., síðan kaldi, snjókoma eða él og skafrenningur, frost 0 niðrí 7 stig.
4.: Suðlægar vindáttir, stinníngsgola eða kaldi, snjókoma, slydda, síðan rigning. Frost í fyrstu, síðan hlýnaði ört með deginum, frost -3 stig síðan hiti 5 stig.
5.: Norðaustan allhvass, síðan kaldi, snjókoma um morguninn, síðan smá él, frost frá 2 stigum niðrí 3 stig.
6.-7.: Norðaustan eða austan, oftast kaldi eða stinníngsgola, snjókoma, hiti 2 stig niðrí 1 stigs frost.
8.-9.: Norðan og norðvestan, stinníngskaldi, síðan kaldi, snjókoma, hiti frá 2 stigum niðrí 3 stiga frost.
10.-11.: Breytilegar vindáttir, andvari eða gola, lítilsháttar snjókoma um morguninn þann 10., annars smá él, hiti um 0 stigið.
12.-13.: Norðaustan stinningskaldi og síðan norðan allhvass, slydda þann 12. en snjókoma þann 13., hiti frá 3 stigum og niðrí frostmark.
14.-18.: Norðan kaldi þann 14. síðan suðvestan eða breytilegar vindáttir, gola eða stinníngsgola, úrkomulaust, frost 1 til 5 stig 14. og 15., síðan hlýnaði, hiti 0 til 6 stig.
19.: Sunnan og suðvestan hvassviðri, stormur um tíma og stormkviður, rigning eða skúrir, hiti 3 til 6 stig.
20.: Norðan hvassviðri og upp í storm um tíma með snjókomu, frost 2 til 5 stig.
21.-23.: Norðan og suðvestan eða breytilegar vindáttir, gola eða stinníngsgola, úrkomulaust að mestu, hiti frá 1 stigi niðrí 5 stiga frost.
24.-31.: Norðaustan og austan, oft kaldi eða stinníngskaldi, en allhvass þann 28. og hvassviðri 31., él eða snjókoma, frost frá 1 stigi niðrí 5 stig. Þann 31. hlýnaði og fór hiti í 3 stig um daginn.

Jörð var talin alhvít í 24 daga, en flekkótt í 7 daga. Engan dag var jörð talin auð. Mesta snjódýpt mældist 62 cm þann 10. og þann 11. var hún 61 cm.

Sjóveður: Oftast slæmt í sjóinn fram í miðjan mánuð, en allgott 15. til 18. og 22. og 23., síðan slæmt sjóveður.

Tekið saman af Jóni G. Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Árnesfjall – ljósm. Jón G.G.