10/12/2024

Sauðburður á Finnbogastöðum

Á föstudaginn langa, rétt eftir hádegið, bar tveggja vetra ær óvænt einu gimburlambi á Finnbogastöðum hjá Guðmundi Þorsteinssyni bónda. Svo virðist vera sem rollan hafi komist í hrúta í haust áður en þeir voru teknir inn, að sögn Guðmundar. Ekki er vitað annað enn þetta sé fyrsti sauðburður í Árneshreppi á þessu ári. Nýborna rollan ásamt nýfæddu lambi fengu að spóka sig úti í góða veðrinu í smá tíma. Sjá nánar á www.litlihjalli.it.is.