22/12/2024

Vor í lofti?

580-svanir1
Það hefur verið gott veður á Ströndum síðustu daga og verður áfram þessa vikuna. Fært er í Árneshrepp, en hálka á veginum. Snjóa og svell hefur heldur leyst síðustu daga. Í dag sáust svo álftir fljúga lágflug yfir Hólmavík, með fjaðraþyt og söng, og ekki laust við að skammdegið þoki þegar slíkir gestir láta sjá sig. Einnig hefur frést af álftum á túni í Lundareykjadal í Borgarfirði í dag.