24/04/2024

Tónaflóð á Hólmavík á sunnudaginn

640-tonaflod2
Fjáröflunartónleikar félagsmiðstöðvarinnar Ozon og nemendafélags Grunnskólans verða haldnir í Félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 24. febrúar kl. 19:30. Þar stíga á stokk hljóðfærasnillingar úr 5.-10. bekk í Tónskólanum auk söngvara á öllum aldri, en nú stendur einmitt yfir samspilsvika í tónskólanum. Margir flottir slagarar er á efnisskránni og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sjoppa verður á staðnum. Aðgangseyrir er kr. 1.000.- fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir 6-16 ára og frítt fyrir yngri. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur Strandamenn og nærsveitunga til að missa ekki af þessari frábæru skemmtun.