04/10/2024

Vöfflur á jólamarkaðinum

Nú er farið að styttast í jólin og á jólamarkaðinum í Félagsheimilinu á Hólmavík verður í dag boðið upp á vöfflur, sultu og rjóma með kaffinu á milli þrjú og fjögur. Markaðurinn sjálfur er opinn frá 2-6. Þar sem skemmtikraftaveiðarnar hafa ekki gengið sem skyldi, var ákveðið að nota aðalsöngstjörnu Strandamanna í dag og spila geisladiskinn hennar Heiðu með kaffinu. Næstu sunnudaga verður á sama tíma lifandi músík og einnig 22. desember.

Á Jólamarkaði Strandakúnstar – ljósm. Ásdís Jónsdóttir