28/04/2024

Viðvörun frá Veðurstofunni

Viðvörun var send frá Veðurstofunni í dag kl. 17:55 á þessa leið:
Gert er ráð fyrir stormi á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Norðvesturmiðum, Suðausturmiðum, Norðurdjúpi, Færeyjadjúpi og Suðausturdjúpi.
Veðurhorfur til kl. 18:00 á morgun á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra er á þessa leið:
Norðan 13-18 m/s og talsverð snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig. Kl.17:00 í dag var vindhraði á Gjögri 20 m/s og 19 m/s á Ennishálsi. Á Holtavörðuheiði mældist vindhraði 17 m/s.