22/12/2024

Vetrarþing Framtíðarlandsins á Vestfjörðum

Tríóið og HaukurLaugardaginn 10. nóvember efnir Framtíðarlandið til Vetrarþings á Ísafirði undir yfirskriftinni Vestfirðir á teikniborðinu. Þar ætla menn að setjast á rökstóla og ræða stöðu nýsköpunar á Vestfjörðum. Á þinginu verða leiddir saman sérfræðingar á sviði nýsköpunar og fremstu eldhugar vestfirsks atvinnulífs. Þingið fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og stendur á milli 9 og 17. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn, en þátttakendur skulu tilkynna komu sína á netfangið johanna.k.magnusdottir@gmail.com. Dagskrá þingsins er rakin hér að neðan:

Vestfirðir á teikniborðinu – Vetrarþing Framtíðarlandsins
Edinborgarhúsinu, Ísafirði, laugardaginn 10. nóvember

Þingstjóri er Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir
9:00 Þingstjóri setur þingið

Morgunþing: Nýsköpun í verki
9:10 Efnahagsleg velferð borga og bæja | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnar morgunþingið með erindi
9:35 Sjóstöng í Sókn | Elías Guðmundsson fjallar um sjóstangveiði á Vestfjörðum
9:55 Er eithvað á fólkinu að græða? | Helga Vala Helgadóttir ræðir um menningar- og atvinnulíf á Vestfjörðum

10:20 Kaffihlé

Morgunþing: Nýsköpun í verki frh.
10:40 Kyngikraftur Náttúrunnar | Aðalbjörg Þorsteinsdóttir flytur erindi um Villimey ehf.
11:05 Strandagaldur | Sigurður Atlason fer yfir sögu Galdrasýningar á Ströndum og framtíðarsýn.
11:30 Sigmundur Davíð tekur fyrirlestra saman og stjórnar umræðum

12:15 Hádegisverður

13:00 Tónlistaratriði | Tríó Kristjáns Hannessonar, Hrólfur Vagnsson og Haukur Vagnsson
13:30 Viðburðir í Ísafjarðarbæ og ímynd bæjarins í máli og myndum | Rúnar Óli Karlsson
13:45 Framtíðarsýn í heimabyggð | Steinþór Bragason
14:10 Ímynd og ásýnd Vestfjarða | Sverrir Björnsson hjá Hvíta húsinu

Kl. 14:35 – Kaffihlé

Eftirmiðdagspallborð: Auðlind sérstöðunnar
15:00 Björg Eva Erlendsdóttir opnar eftirmiðdagsþingið og stýrir pallborði:

Peter Weiss | Háskólasetur Vestfjarða – Ísafirði
Alda Davíðsdóttir | Sjóræningjahúsið – Patreksfirði
Guðmundur Guðjónsson | Kalkþörungaverksmiðjunni – Bíldudal
Harpa Grímsdóttir | Veðurstofu Íslands – Snjóflóðasetur Ísafirði
Arthúr Bogason | Félag smábátaeigenda

16:00 Lokaorð | Ólafur Sveinn Jóhannesson

16:30 Þingstjóri tekur þingið saman og slítur því

Kvöldverður hefst klukkan 19:30 á veitingastaðnum Við Pollinn á Hótel Ísafirði. Matseðill er svohljóðandi:

Steiktur saltfiskur á seljurótarmauki með tómatsultu
Léttsteiktar nautalundir með kartöflupressu og madeiragljáa
Jarðarberja- og vanillufrauð með pistasíuís
Te eða kaffi

Kvöldverðartilboð hljóðar upp á 5.100 á mann, og tilkynna skal um þátttöku á netfangið johanna.k.magnusdottir@gmail.com. Framtíðarlandið hvetur gesti til að nýta sér fjölbreytta gistiþjónustu á Vestfjörðum, sem lesa má um á ferðaþjónustuvefnum www.westfjords.is en Hótel Ísafjörður býður ráðstefnugestum auk þess sérstakt tilboð.