30/03/2023

Stefnumót á Ströndum opnað að nýju

Stefnumót 2009Atvinnu- og menningarsýningin Stefnumót á Ströndum hefur nú verið sett upp að nýju í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík og verður uppi í sumar. Í kvöld, föstudaginn 2. júlí kl. 19:30 , verður sýningin opnuð formlega og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að kíkja við af því tilefni og skoða hvað við Strandamenn höfum fram að færa og upp á að bjóða. Um er að ræða stutta opnun og eru þeir sem ætla á Furðufataball hvattir til að koma í furðufötunum og þeir sem ætla á tónleika Svavar Knúts og Raddbandafélags Reykjavíkur geta kíkt á sýninguna í leiðinni. Ræðuhöld verða afar hófleg og hamingjan mun svífa yfir vötnum.