13/05/2024

Framboðslisti framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi samþykktur

Efstu fjögur hjá Framsókn
Á auka kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi þann 24. nóvember 2012, var samþykkt tillaga kjörnefndar að framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2013. Á listanum eru alþingismennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Ásmundur Einar Daðason í efstu tveimur sætunum og Elsa Lára Arnardóttir á Akranesi í þriðja sæti. Strandamaðurinn Halldór Logi Friðgeirsson skipstjóri á Drangsnesi er í 8. sæti, en listann í heild má sjá hér að neðan.

Framboðslisti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi við alþingiskosningar 2013:

1. Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, Sauðárkróki
2. Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og bóndi, Lambeyrum
3. Elsa Lára Arnardóttir, kennari og varabæjarfulltrúi, Akranesi
4. Jóhanna M. Sigmundsdóttir, búfræðingur og nemi, Látrum Mjóafirði
5. Sigurður Páll Jónsson, útgerðarmaður, Stykkishólmi
6. Anna María Elíasdóttir, fulltrúi, Hvammstanga
7. Jón Árnason, skipstjóri, Patreksfirði
8. Halldór Logi Friðgeirsson, skipstjóri, Drangsnesi
9. Jenný Lind Egilsdóttir, snyrtifræðingur og varabæjarfulltrúi , Borgarnesi
10. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og formaður byggðaráðs, Sauðárkróki
11. Anna Lísa Hilmarsdóttir, bóndi, Sleggjulæk, Borgarfirði
12. Svanlaug Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur, Ísafirði
13. Klara Sveinbjörnsdóttir, nemi, Hvannatúni, Borgarfirði
14. Magnús Pétursson, bóndi, Miðhúsum A-Húnavatnssýslu
15. Gauti Geirsson, nemi, Ísafirði
16. Magdalena Sigurðardóttir, húsmóðir og fyrrv. varaþingmaður, Ísafirði