01/12/2024

Verðlaunamynd Kristínar fréttaritara

Kristín S. Einarsdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins á Hólmavík vann ein verðlaunin í ljósmyndasamkeppni Okkar manna sem er félag fréttaritara Morgunblaðsins. Keppt var í átta flokkum að þessu sinni og vann mynd Kristínar í flokki íþrótta, en þetta er í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í keppninni. Verðlaunin voru veitt á aðalfundi Okkar manna um síðustu helgi. Kristin sagðist í samtali við strandir.saudfjarsetur.is vera á leið á námskeið hjá Morgunblaðinu um helgina, sem að Þorvaldur Þorsteinssson rithöfundur og myndlistamaður kennir.

Verðlaunamynd Kristínar S. Einarsdóttur