
Nú á slaginu klukkan fjögur sitja fjölmargir fréttaritarar við tölvurnar sínar – norður í Árneshreppi, við Djúp, á Drangsnesi og Hólmavík, í Tungusveit, upp í Kollafirði og inn í Hrútafirði og lyfta saman glasi eða bolla og skála, hver á sínum stað. Meira að segja er einn fréttaritarinn núna suður í Reykjavík, annar norður í Fljótum og þriðji úti í Danmörku.
Stefnan er að skapa skemmtilegan og spennandi fréttavef fyrir svæðið sem verður notaður sem allra víðast. Vefritið hefur sérstakan áhuga á atvinnulífi, framkvæmdum og framförum á Ströndum, eflingu byggðar og skemmtilegu mannlífi í héraðinu. Öllu því sem gerir það sérstakt og jákvætt að lifa og starfa á Ströndum eða heimsækja héraðið sem ferðamaður.
