10/12/2024

Dans, dans, dans!

580-10fuglar13Vikan 5.-9. mars verður dansvika á Ströndum. Grunnskólinn á Hólmavík hefur fengið Jón Pétur Úlfljótsson frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru til samstarfs og munu grunnskólanemar hafa kost á að sækja dansnámskeið í Íþróttamiðstöðinni frá mánudegi til föstudags. Námskeiðin enda með danssýningu á föstudeginum. Einnig verður námskeið fyrir 16 ára og eldri í Bragganum í samstarfi við tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Þar verður dansað frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 20:00-21:00. Hægt er að mæta á einstök kvöld eða öll kvöldin.

Námskeið Jóns Péturs sló í gegn í fyrra og því eru allir hvattir til koma og taka þátt í dansinum. Allir fá viðfangsefni við hæfi og getu hvers og eins. Nánari upplýsingar veitir Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi í s. 8941-941 og tomstundafulltrui@strandabyggd.is.