26/04/2024

Veðuryfirlit í apríl

Eins og í marsmánuði hefur Jóni G. Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík í Árneshreppi tekið saman yfirlit yfir veðrið í apríl 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Talsvert mikill hitamunur var á milli dags og nætur í mánuðinum og mesta úrkoma yfir einn dag var þann 24. apríl frá kl. 9:00-18:00 þá var úrkoman 21 mm. Mesti hiti í mánuðinum var 14,6° þann 28. apríl, en mesta frostið -6,1° þann 19. apríl.

1.-4. Sunnan og suðvestan allhvasst um tíma á þessum dögum, annars kaldi, hlýtt í veðri, smá skúrir.
5.-7.Austlægar vindáttir, kaldi á stundum annars stinningsgola, frost 0 til 5 stig, smá él, snjókoma um kvöldið þann 7. apríl
8. Breytileg vindátt, kul eða gola, snjókoma snemma morguns en skúrir um kvöldið, hiti 0 til 4 stig.
9.-10. Vestan og suðvestan kaldi, smá él, frost 2 til 5 stig.
11.-15. Suðlægar vindáttir, stinningsgola en allhvass og hvassviðri part úr dögum 13. og 14., rigning, slydda, snjókoma eða él, hiti 1. til 6., en frysti um kvöldið þann 15.
16. Norðan kaldi í fyrstu síðan gola, él, frost 2 til 5 stig.
17. Suðvestan stinningskaldi en síðan stinningsgola, skúrir hiti 1 til 4 stig.
18. Norðlæg vindátt kaldi, smá él, frost 1 til 2 stig.
19.-20. Suðlægar vindáttir, gola eða stinningsgola, úrkomulaust, hiti um frostmark.
21.-24. Norðaustan og norðan hvassviðri þann 21. og fram á 22. síðan norðan kaldi, snjókoma eða slydda, hiti rétt ofan frostmarks og neðri -1 stig.
25.-30. Hægviðri breytilegar vindáttir, logn, andvari eða kul, úrkomulítið, þurrt síðustu 2 dagana, hiti 3 til 14 stig.

Úrkoman mældist 96,7 mm og er það yfir meðallagi.

Mestur hiti var 12,0 stig þann 2. apríl og hiti fór í þann 28. í 14,6 stig. Mest frost var 5,0 stig  þann 10. apríl og 6,1 stig þann 19.

Mesta snjódýpt var þann 22. þá 10 cm. Jörð var talin alhvít í 8 daga og flekkótt í 11 daga og þá auð jörð í 11 daga.

Sjóveður var slæmt 16. og 17. og sjógarður var dagana 21.-24. apríl, annars sæmilegt.