26/04/2024

Íþróttavöllur verður til

Einar verkstjóriFjöldi fólks var samankominn í Brandskjólunum á Hólmavík í kvöld. Það var góð stemmning í hópnum sem hamaðist við að leggja þökur á íþróttavöll í sjálfboðavinnu, tæplega 30 manns á öllum aldri. Fyrr á árum var þarna malarvöllur þar sem fótboltaleikir fóru stundum fram, en nú er verið að þökuleggja og gera lítinn fótboltavöll til að yngri knattspyrnukappar á svæðinu geti æft þarna og leikið sér. Í framtíðinni verður þarna völlur í fullri stærð, en stórleikir í eldri flokkum verða þó enn um sinn háðir á vellinum á Skeljavíkurgrundum.

1

bottom

frettamyndir/2007/580-vollur8.jpg

frettamyndir/2007/580-vollur6.jpg

frettamyndir/2007/580-vollur4.jpg

frettamyndir/2007/580-vollur3.jpg

frettamyndir/2007/580-vollur1.jpg

Strandamenn vita sem er að það þýðir ekkert að tala bara um að "einhver" eigi að gera hlutina – það gerist ekki neitt nema menn geri eitthvað sjálfir!

Ljósm. Jón Jónsson.