11/10/2024

Tvö þorrablót á Ströndum: Hólmavík og Drangsnesi

560-thorri-drangs5

Ekki færri en tvö stór þorrablót verða haldin á Ströndum laugardagskvöldið 30. janúar 2016, en þá verður þorraveisla bæði á Hólmavík og Drangsnesi og ball á eftir á báðum stöðum. Það má því búast við lífi og fjöri á Ströndum í kvöld. Meðfylgjandi mynd er frá þorrablóti á Drangsnesi frá því fyrir nokkrum árum, en jafnan eru sýndir heimatilbúnir leikþættir, grín og glens, sem mikil vinna er lögð í. Á Hólmavík er það hópur kvenna sem sér um þorrann, en karlarnir sjá síðan um góugleði nokkrum vikur síðar (hún verður 27. febrúar þetta árið).