14/09/2024

Veðurmyndir af Ströndum

Það var fallegt veður á laugardagsmorgun í Steingrímsfirði. Frostgufan úr sjónum reis á móti sólinni og snævi þakið landið baðaði sig í sólskininu. Væntanlega hefur flestum þótt gott að fá einn góðviðrisdag eftir rosann undanfarið, þótt frostið væri kringum tólf gráðurnar og sólin næði lítt að verma kalda kinn. Myndir af veðrinu undanfarna daga fylgja hér með.

Rýkur af sjónum í kuldanum – ljósm. Guðbrandur Sverrisson

Bassastaðir í blíðunni í gær – ljósm. Guðbrandur Sverrisson

Veðrabrigði á Ennishálsi fyrr í mánuðinum – ljósm. Guðmundur Fylkisson

Við Hrófá – ljósm. Jón Jónsson

Í Skeljavík við Steingrímsfjörð – ljósm. Jón Jónsson

Vegagerð í Skeljavíkurlandi – ljósm. Jón Jónsson

Heiðarbær í Tungusveit – ljósm. Jón Jónsson