24/07/2024

Kindur í klakabrynju

Í gær tókst að ná og koma í hús fjórum kindum sem Lilja bóndi á Bassastöðum á. Þær voru búnar að vera á aðra viku í túninu í Lágadal, en áin hefur ekki verið fær vegna grunnstinguls og krapa. Nú  hafði ána lagt, þannig tækifærið til að koma kindunum í hús var gripið. Ekki voru þær góðar til gangs í klakabrynju svo sem sjá má á meðfylgjandi myndum.

Kindurnar komnar í hús – ljósm. Guðbrandur Sverrisson