29/05/2024

Veðurhorfur og færð

Færð á vegumHálka er á vegum á Ströndum frá Bjarnarfirði á Drangsnes og þaðan suður Strandir. Einnig á Steingrímsfjarðarheiði og snjór er á vegi út Langadalsströnd. Ófært er að venju um Bjarnarfjarðarháls og norður í Árneshrepp, en þar var opnað frá Norðurfirði að Gjögri í gær eins og venjulega á flugdögum. Veðurspá fyrir næsta sólarhring er eftirfarandi: Suðvestan 5-10 m/s og léttskýjað, en 8-13 síðdegis. Frost 2 til 10 stig. Reiknað er með að hlýni nokkuð í veðri í upphafi næstu viku og verði 3-10 stiga hiti fram eftir vikunni.