14/09/2024

Veður og færð

Veður og færðNú laust fyrir kl. 10:00 er snjór á vegum á Ströndum, en hefðbundnar leiðir færar. Ekki var hægt að fljúga á Gjögur í gær sökum óveður, eins og fram kemur á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is.

Vitlaust veður var fyrir norðan fyrripart dagsins í gær, suðsuðvestan 23-26 m/s í jafnavindi og upp í 30 m/s í kviðum, stormél og mikill skafrenningur. Veðurspáin næsta sólarhringinn er eftirfarandi: Norðan 5-10 og éljagangur en úrkomuminna í nótt. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.