29/05/2024

Spurningakeppnin – skráning hafin!

Nú er skráning í Spurningakeppni Strandamanna hafin og eru þau lið sem gefa kost á sér til þátttöku beðin að senda póst þar um á saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is. Frestur til að skrá lið er til föstudagsins 28. janúar en þá verður dregið í fyrstu umferð. 

Þrír menn eru í hverju liði. Keppnin sjálf hefst síðan sunnudagskvöldið 6. febrúar og verður með útsláttarfyrirkomulagi eins og undanfarin ár. Fjögurra manna hópur sér um að semja spurningar að þessu sinni, en spyrill og stjórnandi á vettvangi verður Kristín S. Einarsdóttir kennari.