12/09/2024

Veður og færð

Enn eru hálkublettir á Ennishálsi og á leiðinni norður í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagerðarinnar, en hálkan fer þó minnkandi. Nokkuð hefur verið um að menn hafa lent út af vegi í hálkunni undanfarna daga, þannig fréttist bæði af útafkeyrslu rétt utan við Litla-Fjarðarhorn og nálægt Hellu á Selströnd í vikunni. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru sumarvegirnir um Þorskafjarðarheiði, Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði orðnir ófærir. Gert er ráð fyrir hlýindum á Ströndum á morgun og því spáð að hiti verði á milli 5 til 10 stig. Þá er spáð suðaustan og austan 5-10 m/s og úrkomulitlu í kvöld og nótt, en norðaustan 8-13 og rigningu á morgun.