28/05/2024

Veður og auðir vegir

Færð á vegumVeðurhorfur fyrir daginn í dag eru á þann veg að gert er ráð fyrir suðvestlægum áttum með 5-10 m/s og að víðast hvar verði bjart með köflum. Norðantil verða 8-13 m/s og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 4 til 11 stig, hlýjast á annesjum. Allir vegir á Ströndum eru greiðfærir utan hálkubletta á leiðinni norður í Árneshrepp, samkvæmt vef Vegagerðarinnar.