29/05/2024

Alþingismenn á yfirreið um kjördæmið

Alþingi Íslendinga er í fríi fram yfir sveitarstjórnarkosningar og alþingismenn á ferðalagi um allar koppagrundir sem aldrei fyrr. Samfylkingarþingmennirnir Anna Kristín Gunnarsdóttir og Jóhann Ársælsson eru á yfirreið um NV-kjördæmið og verða á Hólmavík í dag miðvikudaginn 10. maí. Þau boða til kaffispjalls á Café Riis kl 17:00 og segir í fréttatilkynningu að allir eru hjartanlega velkomnir.