13/10/2024

Vanessuhátíð á leikskólanum Lækjarbrekku

Leikskólabörn á Hólmavík hafa síðustu ár styrkt barn á vegum SOS-barnaþorpa, alveg frá árinu 2013. Á hverju ári hjálpast leikskólabörnin og starfsfólkið að við að útbúa söluvarning til styrktar Vanessu. Föstudaginn 20. október kl. 16 verður haldin Vanessuhátíð í leikskólanum Læjarbrekku, þar verður opið hús, kaffi og heimalagaðar gersemar til sölu. Nemendur og starfsfólk vonast til að sjá sem flesta.