28/03/2024

Vegaframkvæmdir í gangi í Hrútafirði

Þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á ferðinni um Hrútafjörð í síðustu viku voru miklar framkvæmdir í gangi í botni fjarðarins, bæði við vegagerð og byggingu nýja söluskála N1 í fjarðarbotninum sem leysir skálana í Brú og Staðarskála af hólmi. Búið var að breikka veginn frá Selá inn að Brú og verið að undirbúa lagningu slitlags þar. Fréttaritari smellti nokkrum myndum af því sem fyrir augu bar, en sjálfsagt heyrir það sem þær sýna að einhverju leyti sögunni til nú þegar. Vegurinn og skálinn eiga að vera tilbúnir í sumarlok og styttist þá leiðin milli Stranda og Norðurlands, auk þess sem nýr vegur og ný brú leysa af hólmi einu einbreiðu brúna sem eftir er á hringveginum milli Akureyrar og Reykjavíkur, yfir Síká.

Vegurinn breiði

frettamyndir/2008/580-hruti3.jpg

Myndir úr Hrútafirði – nýi skálinn í fjarðarbotninum og Staðarskáli í baksýn – ljósm. Jón Jónsson