
Rækjuvefurinn sýnir að með góðri stjórn kennara og nemendum sem tilbúnir eru að vinna er hægt að vinna þrekvirki. Vefurinn tengist heimaslóðum enda er rækjuvinnsla ein af uppistöðunum í atvinnulífi á Hólmavík og að sögn Kristínar voru starfsmenn Hólmadrangs sérlega liðlegir við að veita upplýsingar og hjálpa til á allan hátt.
Eins og Victor Örn Victorsson skólastjóri gat um á skólaslitum Grunnskólans á miðvikudaginn var, býðst verðlaunahöfum að fara á sjávarútvegssýninguna í september og eru einnig vegleg verðlaun í formi tölvubúnaðar í boði fyrir þrjú efstu sætin. Það ríkir því mikill spenna innan skólans um niðurstöðuna í samkeppninni. Framlag Grunnskólans á Hólmavík má sjá á slóðinni www.holmavik.is/skoli/raekjuvefur