19/04/2024

Aðalfundur Kvenfélagsins 5. mars

Í fréttatilkynningu frá Kvenfélaginu Glæður á Hólmavík kemur fram að aðalfundur félagsins verður haldinn þann 5. mars næstkomandi, klukkan 19:30, í húsi félagsins á Kópnesbraut 7 á Hólmavík. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Boðið er upp á kaffi og meðlæti. Konur eru hvattar til að koma og kynna sér starfsemi félagsins.